Íslenska landsliðið steinlá fyrir þýska landsliðinu, 42:31, í vináttulandsleik í handknattleik karla í Nürnberg í kvöld. Staðan var 20:14 að loknum fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru mikið betri frá upphafi til enda viðureignarinnar og náðu ítrekað 13 marka forskoti þegar á leið síðari hálfleikinn en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. Liðin mætast á ný í München á sunnudaginn.
Íslensku leikmennirnir klúðruðu fimm vítaköstum. Andreas Wolf markvörður þýska liðsins varði fjögur og eitt vítaskot fór framhjá þýska markinu.
Íslenska liðið byrjaði mjög illa. Þjóðverjar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins á fyrstu 10 mínútunum. Eftir stundarfjórðungsleik var staðan, 8:3. Upphafskaflinn gaf að mörgu leyti tóninn fyrir það sem koma skal þótt vissulega hafi lifnað yfir sóknarleik íslenska liðsins þegar á leið og einnig í síðari hálfleik.
Varnarleikurinn var lengi vel ekki ekki hjá íslenska liðinu. Markverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson voru slakir, vörðu tvö skot hvor og virtust ekki eiga nokkra möguleika í langskot þýsku leikmannanna og þá heldur ekki þegar kom að styttri færum.
Haukur Þrastarson tognaði í aftanverðu læri þegar 12 mínútur voru til leiksloka.
Allir 16 leikmenn sem voru á skýrslu komu við sögu.
Mörk Þýskalands: Juri Knorr 9, Johannes Golla 5, Julian Köster 4, Marko Grgic 4/1, Lukas Zerbe 4, Lukas Mertens 3, Jannik Kohlbacher 3, Franz Semper 3, Miro Schluroff 2, Renars Iscins 2, Andreas Wolff 1, Nils Lichtlein 1, Tim Freihöfer 1.
Varin skot: Andreas Wolff 14/4, 31,8%.
Mörk Íslands: Orri Freyr Þorkelsson 5/2, Elliði Snær Viðarsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Viggó Kristjánsson 4/2, Ómar Ingi Magnússon 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Haukur Þrastarson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 2/1, 11,1% – Viktor Gísli Hallgrímsson 2, 7,4%.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.




