- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það er engan bilbug á okkur að finna

- Auglýsing -

„Það tekur sinn tíma og hefur sinn gang að koma mikið breyttu liði saman eftir miklar breytingar frá síðasta tímabili,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is í dag áður en hann hóf æfingu með leikmönnum sínum að Varmá. Níu leikmenn sem voru með Aftureldingu á síðustu leiktíð hafa róið á önnur mið og fimm komið til baka.

Afturelding lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla í vor.

Fleiri tækifæri fyrir yngri

„Inn í hópinn koma yngri leikmenn sem fá stærra hlutverk en áður en við vorum Íslandsmeistarar í þriðja flokki í vor og erum með efnilega stráka. Við viljum gefa þeim tækifæri og gera þá betri,“ segir Gunnar og bætir við að félagið njóti þess nú að starfið í yngri flokkunum hefur verið öflugt síðustu árin.

Reyndur kjarni

„Það er ljóst að tíma mun taka að byggja upp nýtt lið en það breytir ekki þeirri staðreynd að við ætlum okkur að vera áfram í toppbaráttu. Kjarni liðsins býr yfir góðri reynslu en segja má að bekkurinn sé reynsluminni. Það verður hlutverk okkar Stefáns [Árnasonar aðstoðarþjálfara] að búa til breiddina og gefa yngri strákunum tækifæri. Við höfum mikla trú á þeim og erum vissir um að einhverjir þeirra springa út í vetur,“ segir Gunnar og heldur áfram.

„Þetta er þolinmæðisverk en það er engan bilbug á okkur að finna. Við ætlum okkur að vera með í baráttunni um fjögur efstu sætin,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik.

Leikjadagskrá Olísdeilda

Lengra myndskeiðsviðtal er við Gunnar efst í þessari frétt.

Níu leikmenn hafa kvatt Aftureldingarliðið frá síðasta keppnistímabili þegar það lék til úrslita við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru Andri Þór Helgason, Bergvin Þór Gíslason, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson,  Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson, Jakob Aronsson, Jovan Kukobat, Leó Snær Pétursson, Þorsteinn Leó Gunnarsson.

Í staðinn hafa komið Einar Baldvin Baldvinsson, Hallur Arason, Kristján Ottó Hjálmarsson og Sveinur Ólafsson auk þess sem Haukur Guðmundsson kom til baka úr eins árs lánsdvöl hjá Stjörnunni.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

Fleiri myndskeiðsviðtöl við þjálfara:

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

Ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra

Erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -