- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Það stend­ur ekki steinn yfir steini“

Arnar Daði Arnarsson mun vera hættur þjálfun karlaliðs Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Arnar Daði Arnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu var ómyrkur í máli vegna frammistöðu dómaranna í samtölum við vísir.is og mbl.is eftir naumt tap fyrir ÍBV í næst síðustu umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 37:36, í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Tapið veldur því að Grótta á ekki möguleika á úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni þegar lokaumferðin fer fram. Að minnsta kosti jafntefli hefði nægt Gróttumönnum til þess að komast í eftirsótta stöðu.

Stöðvuðu leiktímann

Fyrir utan að Gróttumenn voru oft manni færri á lokakafla leiksins þá sagði Arnar Daði í samtölum við vísir.is og mbl.is dómarana hafa gert afdrifarík mistök með því að stöðva leiktímann þegar 10 sekúndur voru til leiksloka í kjölfar þess að Ágúst Emil Grétarsson vann vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason skoraði úr vítakastinu og jafnaði metin, 36:36. Sekúndurnar sem voru eftir, en hefðu ekki átt að verða eftir, nægði ÍBV til að vinna leikinn og gera út um vonir Arnars Daða og liðsmanna hans í Gróttu. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði sigurmark ÍBV á elleftu stundu.

Eina sem mér dettur í hug

„Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig,“ sagði Arnar Daði í samtali við Stöð2/Vísir.

Ítrekað flautaðir úr leik

„Ég ætla að vera heiðarleg­ur og hund­leiðin­leg­ur og segja það að við vor­um flautaðir úr leik í dag í Olís­deild­inni. Við vor­um flautaðir úr leik á Ak­ur­eyri þegar Árni Snær Magnús­son og Þor­var Bjarmi Harðar­son dæmdu leik þar sem þeir tóku lög­legt mark af okk­ur, þegar það voru 5 mín­út­ur eft­ir í fyrri um­ferðinni og við erum að kom­ast yfir í fyrsta skiptið eft­ir að hafa verið und­ir með sjö mörk­um mest. Svo erum við flautaðir úr leik, ekki bara hérna í loka­mó­ment­inu, held­ur síðustu tíu mín­út­urn­ar, ég veit ekki hvort það megi nota orðið skandall, en mér er skít­sama og tíma­bilið er búið,“ sagði Arnar Daði í sambandi við mbl.is.

Umrætt atvik á Akureyri var til umfjöllunnar hér fyrir neðan:

Geta ekki viðurkennt mistök

„Það stend­ur ekki steinn yfir steini, þetta er svo týpískt, ein­hverj­ir dóm­ar­ar sem geta ekki viður­kennt mis­tök­in og finna bara af­sök­un, af­sök­un, af­sök­un, af­sök­un. Það er óþolandi, menn geta gert mis­tök og ég skil það, en þegar menn geta ekki viður­kennt mis­tök­in þá er það óþolandi,“ sagði Arn­ar Daði við mbl.is.

Lof án innistæðu

Arnar Daði segir dómarana Ólaf Víði Ólafsson og Vilhelm Gauta Bergsveinsson hafa verið hlaðna lof á keppnistímabilinu án þess að mikil innistæða væri fyrir hendi. Þeir dæmdu leikinn í Vestmannaeyjum í gærkvöld.


„Hand­bolta­sam­fé­lagið er bara ekki stærra en þetta og það er verið að reyna að hrósa fyr­ir lít­il og eng­in verk,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu þungur á brún í samtali við mbl.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -