- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Það vantar einn upp á“

Gísli Þorgeir Kristjánsson ræðir við fjölmiðil í Köln í gær. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við höfum sýnt mikinn stöðugleika allt tímabilið og unnið alla titla sem í boði hafa verið og við keppt um, en það vantar einn upp á. Við viljum klára helgina með stæl og þar með keppnistímabilið,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli í Köln í gær, daginn fyrir undanúrslitaleik SC Magdeburg og Aalborg Håndbold í Meistaradeild karla.

Magdeburg hefur þegar unnið þýska meistaratitilinn, bikarkeppnina, meistarakeppnina (Super cup) í Þýskalandi auk heimsmeistaramóts félagsliða annað árið í röð.

Magdeburg vann Meistaradeildia á síðasta ári og stefnir vitanlega á að vinna annað árið í röð og leika eftir árangri Barcelona frá 2021 og 2022. Barcelona er eina liðið sem unnið hefur Meistaradeildina tvö ár í röð eftir úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið með helgarkeppnií Lanxess Arena í Köln í Köln 2010.

Undanúrslitaleikir laugardaginn 8. júní:
SC Magdeburg - Aalborg Håndbold, kl. 13.
Barcelona - THW Kiel kl. 16.
Hægt verður að horfa á báða leiki án endurgjalds á EHFtv.com. Úrslitaleikirnir á morgun, sunndag, fara fram á sama tíma og verða einnig aðgengilegir á EHFtv.com.

Sannfærandi sigur á Veszprém

Gísli Þorgeir segir Aalborg vera með mjög sterkt lið sem alls ekki megi vanmeta. „Þeir hafa sýnt það og sannað að verðskulda sæti í final4. Aalborg vann Veszprém í átta liða úrslitum. Veszprém var af mörgum talið með sigurstranglegt lið í keppninni. Sigur Aalborg var sannfærandi eftir að hafa verið ráðandi í báðum leikjum átta liða úrslita.

Auk þess er Aalborg með fullt af dönsku landsliðsmönnum eins og Niklas Landin og Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard auk annarra og til viðbótar við sænska og norska landsliðsmenn. Ég sé fram á gríðarlega spennandi leik,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg og íþróttamaður ársins 2023 í samtali við handbolta.is.

Handbolti.is er í Köln og fylgist með undanúrslitaleik SC Magdeburg og Aalborg Håndbold í textalýsingu auk þess að vera með viðbrögð frá Gísla Þorgeiri, Janus Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni leikmönnum SC Magdeburg fljótlega eftir að leiknum lýkur og það skýrist hvort Magdeburg leik til úrslita á morgun, annað árið í röð eða leikur um 3. sætið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -