- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það voru möguleikar í stöðunni

Bjarki Már Elísson hvetur menn til dáða í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við byrjuðum báða hálfleika illa sem kostaði talsverðan kraft að vinna upp. Auk þess þá nýttum við illa mörg dauðafæri í síðari hálfleik. Það dró aðeins úr okkur tennurnar,“ sagði Bjarki Már Elísson markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Svíum í Gautaborg í kvöld í viðureigninni á heimsmeistaramóti karla í handknattleik.


„Niðurstaðan af leiknum er mjög svekkjandi því við ætluðum okkur að vinna og töldum okkur eiga möguleika á því. Það voru möguleikar í stöðunni. Í fyrri hálfleik náðum við mjög góðum kafla og tókst að komast þremur mörkum yfir. Þá hefðum við mátt sýna meiri skynsemi, að minnsta kosti eftir á að hyggja. En við vildum reyna að keyra yfir þá á þessum kafla en það tókst ekki,“ sagði Bjarki Már.

Klárum mótið með stæl

Bjarki Már sagði ennfremur að ljóst væri að liðið hafi saknað Ómars Inga Magnússonar og Arons Pálmarssonar en sá síðarnefndi tók ekkert þátt í leiknum.

Bjarki Már Elísson að skora eitt átta marka sinn í leiknum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Við erum með ágæta breidd en þá verða líka allir að vera heilir, ekki síst ef vinna á Evrópumeistarana. Því miður var þetta tilfellið í dag og við það verðum við að sætta okkur. Nú klárum við síðasta leikinn með sigri á sunnudaginn og sjáum til hverju það skilar okkur. Við viljum að minnsta kosti enda mótið með stæl,“ sagði Bjarki Már Elísson í samtali við handbolta.is í kvöld.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -