- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Thea kom öflug til leiks

Thea Imani Sturludóttir í leik með Århus United. Mynd Erik Laursen, FB-síða Århus United.
- Auglýsing -

Thea Imani Sturludóttir nýtti tækifærið sem hún fékk í dag með liði sínu Århus United í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það lék gegn Vendsyssel sem þær Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika með.

Thea skoraði fjögur mörk í sjö skotum og átti auk þess tvær stoðsendingar þegar lið hennar vann með sex marka mun, 28:22, á heimavelli. Thea hefur lítið leikið með Árósarliðinu í síðustu leikjum en er að vinna sig hægt og bítandi inn í liðið eins og kom fram í samtali hennar við handbolta.is í gær.

Árósarliðið var marki yfir í hálfleik, 13:12, en tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik.

Elín Jóna stóð í marki Vendsyssel um helming leiksins og varði 7 skot, sem gerir um 37% hlutfallsmarkvarsla. Steinunn skoraði eitt mark en hún átti bara eitt skot á markið að þessu sinni.

Århus er í sjötta sæti með níu stig eftir sjö leiki en viðureignin í dag var sú fyrsta í sjöundu umferð deildarinnar. Vendsyssel rekur lestina með eitt stig en liðið kom upp í deildina fyrir þetta tímabil og hefur átt erfitt uppdráttar.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur staðið sig vel í marki Vendsyssel á leiktíðinni þótt liðinu hafi ekki gengið sem skildi. Mynd/Vendsyssel

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -