- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Thelma og Ragnheiður framlengja samninga

Ragnheiður Ragnarsdóttir t.v. og Thelma Melsteð Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Haukar
- Auglýsing -


Línukonan Thelma Melsteð Björgvinsdóttir og hornakonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hafa framlengt samninga sína við Hauka.

Thelma er úr sterkum 2004 árgangi Hauka, sem orðinn er kjarni Haukaliðsins í dag. Hún á að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. í u20 ára landsliðinu sem hafnaði í 7. sæti á HM síðasta sumar.

Ragnheiður mun hún leika áfram með liðinu á næstu árum. Hún varð þrítug fyrr á árinu og hefur verið einn af lykilmönnum Hauka undanfarin ár. Ragnheiður lék sinn fyrsta leik fyrir meistarflokk Hauka árið 2012.

Báðar verða í eldlínunni með Haukum í úrslitarimmunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 20. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -