- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þessir eiga að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð

Nikolaj Jacobsen hinn sigursæli þjálfari danska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nikolaj Jacobsen þjálfari heimsmeistara Dana í handknattleik karla hefur valið 18 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Á mótinu freista Danir þess að vinna heimsmeistaratitilinn í þriðja sinn í röð, nokkru sem engri þjóð hefur tekist í sögu heimsmeistaramóta karla.


Að stærstum hluta er liðið eins skipað og á síðustu stórmótum. Reynslan er mikil. Lítt reyndari menn er þó að finna í hópnum. Lukas Jørgensen, Simon Pytlick, Mads Hoxer og Lasse Møller eru valdir að þessu sinni enda leikið afar vel á keppnistímabilinu.


Athygli vekur að Jacobsen skilur enn einu sinni eftir markvörðurinn Emil Nielsen. Hann hefur farið á kostum með Nantes síðustu ár og leikið vel með Barcelona á tímabilinu en hefur ekki átt upp á pallborðið hjá gamla hornamanninum. Eins er Hans Lindberg með en hann var ekki í upphaflega EM-hópnum ársbyrjun en bættist við þegar á leið og covid herjaði á. Lindberg kemur inn í stað Lasse Svan Hansen sem hætti eftir síðasta tímabil.


Danir verða í riðli með Barein (Aron Kristjánsson), Belgum og Túnis í riðli sem fram fer í Malmö. Danir verða þar af leiðandi nánast á heimavelli. Fyrsti leikurinn í titilvörninni verður gegn nýliðum Belga föstudaginn 13. janúar.

Danski landsliðshópurinn

Markverðir:
Niklas Landin, THW Kiel.
Kevin Møller, Flensburg-Handewitt.
Hornamenn:
Magnus Landin, THW Kiel.
Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt
Hans Lindberg, Füchse Berlin.
Johan Hansen, Flensburg-Handewitt.
Línumenn:
Magnus Saugstrup, Magdeburg.
Lukas Jørgensen, GOG.
Simon Hald, Flensburg-Handewitt.
Miðjumenn og skyttur:
Rasmus Lauge, Veszprem.
Mathias Gidsel, Füchse Berlin.
Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold.
Mads Mensah, Flensburg-Handewitt.
Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold.
Jacob Holm, Füchse Berlin.
Simon Pytlick, GOG.
Lasse Møller, Flensburg-Handewitt.
Mads Hoxer, Aalborg Håndbold.


Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með sér á heimsmeistaramótið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -