- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þétt dagskrá alla vikuna fyrir brottför

- Auglýsing -

Kvennalandsliðið æfir hér heima fram á fimmtudagskvöld en það fer til Færeyja daginn eftir og leikur vináttuleik við færeyska landsliðið í Þórshöfn á laugardaginn. Á sunnudaginn eftir verður sameiginleg æfing hjá landsliðunum. Haldið verður til Þýskalands á mánudaginn en fyrsti leikurinn á HM verður gegn þýska landsliðinu eftir viku, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17.


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir dagskrá vikunnar vera þétta. „Auk æfinga þá þarf að sinna einu og öðru sem fylgir þátttöku á stórmóti eins og auglýsingagerð og myndatökum,“ segir Arnar í samtali við handbolta.is.

Arnar segir að megináhersla verði lögð á vinnu við varnarleikinn í vikunni.

Eins svaraði Arnar af hverju hann kallaði Matthildi Lilju Jónsdóttur inn í landsliðshópinn á mánudaginn.

Lengra viðtal við Arnar er í myndskeiði hér fyrir ofan.

HM-hópur Íslands:

Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur (70/4).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (14/0).

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (9/8).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (66/116).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (12/25).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (65/88).
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof (26/90).
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (31/59).
Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (12/25).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (27/17).
Lovísa Thompson, Valur (30/66).
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, (1/0).
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (3/2).
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (38/155).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (91/197).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (47/68).

Landsliðsþjálfari: Arnar Pétursson.
Aðstoðarþjálfari: Óskar Bjarni Óskarsson.
Markvarðaþjálfari: Hlynur Morthens.
Styrktarþjálfari: Hjörtur Hinriksson.
Sjúkraþjálfarar: Tinna Jökulsdóttir og Jóhanna Björk Gylfadóttir.
Liðsstjóri: Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir.

Leikir Íslands í riðlakeppni HM kvenna:
26. nóvember: Þýskaland - Ísland, kl. 17.
28. nóvember: Ísland - Serbía, kl. 19.30.
30. nóvember: Ísland - Úrúgvæ, kl. 14.30.
- Leikirnir fara fram í Porsche-Arena, Stuttgart.
- Leiktímar að ofan eru miðaðir við Ísland.
- Þrjú lið fara áfram í milliriðla.
- Neðsta liðið fer í keppnina um forsetabikarinn.
- Blaðamaður og ljósmyndari frá handbolti.is fylgir landsliðinu eftir á HM.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -