- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta er bara hrikalega gaman“

Þorsteinn Leó Gunnarsson mætir til leiks í dag. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

„Eftir að hafa lent í ellefta sæti á EM í fyrra og rétt skriðum þar af leiðandi inn á þetta mót hljótum við því að vera sáttir við þennan árangur,“ sagði stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson við handbolta.is í eftir að Þorsteinn og samherjar í landsliðinu unnu til bronsverðlauna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í Max Schmeling Halle í Berlín í dag.

„Það var karakter að svara tapinu í gær. Tapið var okkur mikil vonbrigði og þess vegna reyndi mjög mikið á okkur í dag að vinna okkur út úr vonbrigðunum og svara með þessu hætti. Þetta er bara hrikalega gaman,“ sagði Þorsteinn Leó sem skoraði átta mörk í leiknum, þar af fimm í síðari hálfleik með þrumuskotum.

Serbarnir góðir en við erum betri

„Sigurinn reyndist eins og erfið fæðing auk þess sem það var agaleysi á okkur í fyrri hálfleik. Í þeim síðari komumst við inn á sporið. Tókum til við að fara eftir hernaðaráætluninni og lönduðum sigrinum,“ sagði Þorsteinn Leó og bætti við.

“Serbarnir eru góðir en við erum bara betri,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson í samtali við handbolta.is í Berlín í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -