- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta er stórt framfaraskref“

- Auglýsing -

o

„Ég verð bara að grípa til klisjunnar og segja að liðsheildin hafi unnið þessa leiki. Mér fannst við flottar jafnt í vörn sem sókn. Heildarbragurinn á liðinu var frábær. Ég get ekki bent á eitthvað eitt atriði,“ segir Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir annan sigur íslenska landsliðsins á Pólverjum á jafnmörgum dögum á Selfossi í dag, 28:24.

„Heildarframmistaðan var mjög góð og hana þarf til þess að vinna lið eins Pólland, ekki bara einu sinni heldur tvisvar,“ bætti Steinunn við.

Steinunnn sagði að mikið hafi verið lagt upp úr að mæta reiðbúnar til leiks því ljóst var að leikmenn pólska liðsins myndu mæta eins og grenjandi ljón til leiks.

„Þær gerðu það en okkur tókst að slökkva strax á þeim með góðum varnarleik. Eins var sóknarleikur okkar frábær frá byrjun. Við náðum að teygja mjög vel á þeim, koma þeim í hreyfingar sem vildum og náðum þannig að skilja þær eftir. Þær áttu í miklum erfiðleikum á móti okkur,“ sagði Steinunn sem tók undir að mikil framfaraskref væri að sjá á íslenska liðinu.

„Þetta er stórt framfaraskref og mikilvægt inn í næsta stóra verkefni. Þannig að þetta voru gríðarlega mikilvægir sigrar. Þeir gefa mjög mikið inn í hópinn og stemninguna og sjá að við getum unnið þessi stóru lið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við handbolta.is í Sethöllinni í dag.

Lengra myndskeiðsviðtal við Steinunni er að finna efst í þessari frétt.

Sigrinum í gær var fylgt eftir með öðrum sigri á Pólverjum

Small allt saman hjá okkur um helgina

Fengum það út úr leikjunum sem við vildum – framfarir á öllum sviðum

Maður vill alltaf standa sig betur

A-landsliðs kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -