„Við náðum ekki að koma okkur nógu vel inn í leikinn. Fyrsta korterið af leiknum var mjög lélegt hjá okkur. Forskotið sem austurríska liðið náði í upphaf reyndist okkur erfitt. Þetta var bara ekki okkar dagur,“ sagði Hinrik Hugi Heiðarsson annar leikmanna íslenska 20 ára landsliðsins sem dró stutta stráið eftir leikinn og kom í viðtal við handbolta.is eftir átta marka tap íslenska liðsins fyrir Austurríki í annarri umferð átta liða úrslita Evrópumótsins í Celje í Slóveníu í dag, 34:26.
„Það var er hreint ótrúlegt að svona fór eftir frábæran leik í gær. Við bara hittum ekki á daginn okkar,“ sagði Hinrik Hugi sem valinn var maður leiksins í gær gegn Portúgal.
„Ég vildi svo sannarlega hafa skýringu á frammistöðunni. En það var ekki eitthvað í lagi. Við vissum að Austurríki er með gott lið og við vitum líka að við getum verið góðir en því miður,“ sagði línumaðurinn öflugi, Hinrik Hugi Heiðarsson.
Lengra viðtal er við Hinrik Huga efst í þessari frétt.
Næsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður á fimmtudaginn gegn Spánverjum. Frí verður frá kappleikjum á morgun hjá öllum liðunum.
Sáu ekki til sólar í Celje – átta marka tap
Andleysi lýsir frammistöðu okkar
EMU20 karla: Leikjadagskrá, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir