- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta var þvílíkt högg“

Áhorfendur verða viðstaddir leik Íslands og Ísraels í Tel Aviv á morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson er lurkum laminn eftir leikinn við Marokkó í kvöld. Í tvígang fékk hann að finna fyrir hörku Marokkóbúana, fyrst snemma leiks, þegar hann var sleginn á kinnina og nefið og síðan aftur í síðari hálfleik þegar hann fékk byltu. Þeir voru fleiri í íslenska liðinu sem sluppu með skrekkinn eftir byltur og högg í leiknum. Elvar Örn hafði náð áttum þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir leikinn í kvöld. Hann sagði svona ruddaskap ekki eiga heima í handknattleik og dómararnir hafi staðið sig í stykkinu með því að hika ekki við að veifa rauða spjaldinu framan í leikmenn landsliðs Marokkó.


„Þetta var þvílíkt högg sem ég fékk snemma leiks á kinnbeinið og nefnið, hörkuhögg, og ég var smávægilega vankaður um tíma eftir í fyrri hálfleik. Vonandi er það ekki alvarlegt,“ sagði Elvar.
„Mig langaði nú samt að komast aftur í leikinn þegar kom fram í síðari hálfleik og ég hafði jafnað mig. Svona gróf atvik áttu sér stað í þrígang í leiknum því einnig var harkalega gengið í Gísla Þorgeir og Viggó. Svona atvik eiga ekki að sjást í handbolta í dag. Ég er bara mjög ánægður með að dómararnir sýndu rauðu spjöldin í öllu tilfellum. Þetta er hreint bull,“ sagði Elvar Örn og bætti við að ástæða þessarar framgöngu Marokkóbúana væri þeirra klaufaskapur og hugsunarleysi. „Þeir koma of seint í okkur, eru langt á eftir. Þeir þurfa að læra að sleppa mönnum í stað þess að fara í andlitið.“

Elvar Örn Jónsson sækir að Nabil Slassi, leikmanni Marokkó, í leiknum í kvöld. Mynd/EPAElvar Örn sagði vera í sjöunda himni yfir að vera kominn með sæti í milliriðlum. „Nú verðum við vinna Sviss í næsta leik. Við erum með eigin örlög í höndum okkar. Við verðum að vinna okkar leiki, það er stefnan eins og alltaf,“ sagði Elvar Örn.
„Í leiknum í kvöld þá leið mér aldrei eins og sigurinn væri í hættu þótt við næðum aldrei eins mikilli forystu og gegn Alsír. Marokkómenn mættu okkar framarlega í byrjun og þegar við vorum búnir að ná áttum þá splundruðum við varnarleiknum,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Kaíró í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -