- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta verða ekki feluleikir af minni hálfu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég ætla að dreifa álaginu á milli leikmanna eins og vel og hægt er í leikjunum við Austurríki. Það er stendur ekki til að keyra enhverja út í þessum tveimur viðureignum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í um væntanlega vináttuleiki við Austurríki. Fyrri viðureignin verður á morgun, laugardag, í Vínarborg en sú síðari á mánudaginn í Linz. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu stendur fyrir dyrum á föstudaginn eftir viku.

Verðum að leika á fullu

„Að einhverju leyti mun ég skipta leiknum á milli leikmanna eftir klukkunni. Hinsvegar verða þetta ekki feluleikir af minni hálfu. Ég mun örugglega sýna á spilin og leika af fullu afli. Okkur veitir ekki af því að spila liðið saman og leita eftir svörum við einu og öðru,“ sagði Snorri Steinns em telur mjög mikilvægt að fara af alvöru í leikina og vinna þá.

Árangur næst ekki fyrir tilviljun

„Ég er þeirra skoðunnar að góður árangur á stórmóti næst ekki fyrir tilviljun. Að sýna góða frammistöðu og ná hagstæðum úrslitum í aðdraganda stórmóta er góð formúla til árangurs. Mjög mikilvægur þáttur. Ég vil þar af leiðandi sjá góða frammistöðu í leikjunum í Austurríki og vinna þá því það tvennt gerir að verkum að okkur mun líða betur 12. janúar þegar flautað verður til leiks á Evrópumótinu,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

Ánægður með kraft og hugarfar

Snorri Steinn segir að vel hafi gengið síðan landsliðið kom saman til æfinga 27. desember. „Það er eðlilegt að þjálfarar reki augun í það neikvæða enda þarf að leita slíkt upp og vinna í að laga. Við getum bætt okkur að ýmsu leyti. Ég hef hinsvegar verið ánægður með hugarfarið og kraftinn í strákunum og skynja að menn að menn vilja ná árangri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í gær.

Fóru út í morgun

Íslenska landsliðið flaug til Münchení morgun og fór þaðan til Linz í Austurríki þegar á daginn leið. Í Linz verður landsliðið með bækistöðvar fram á miðvikudag þegar það fer til München þar sem leikið verður í riðlakeppni EM.

Andri Már og Þorsteinn verða eftir heima – EM-hópurinn tilkynntur

Elvar Örn er hundrað prósent klár í EM-slaginn

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
Vináttuleikirnir við Austurríki fara fram á laugardaginn og á mánudaginn í Vínarborg og Linz. Báðir leikir hefjast klukkan 17.10 og verða sendir út á RÚV.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -