- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta verður algjör veisla“

- Auglýsing -


„Við erum ótrúlega spenntar fyrir leiknum. Maður trúir varla að komið sé að þessu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals sem leikur á morgun síðari úrslitaleikinn við spænska liðið BM Porriño í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Flautað verður til leiks á Hlíðarenda klukkan 15 og stendur miðasala yfir. Stefnt er á að fylla N1-höllina og búa til vígi á hátíðarstund enda verður Evrópubikar afhentur í leikslok, í fyrsta sinn á Íslandi.

Miðasala á síðari úrslitaleikinn er á stubb.is.

„Við setjum þá kröfu á íþróttafólk og áhugafólk um íþróttir að mæta á þennan frábæra viðburð og styðja okkur. Þetta verður algjör veisla. Það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera á þessu stóra sviði með fullt af fólki á bak við okkur,“ segir Elín Rósa sem var frábær í fyrri leiknum og lék vörn BM Porriño oft og tíðum grátt.

Aldrei fyrr hefur íslenskt kvennalið leikið til úrslita í Evrópukeppni félagsliða og því um sögulegan viðburð ræða og óhætt að taka undir með Elínu Rósu að hvetja allt íþróttaáhugafólk að mæta á Hlíðarenda eftir hádegi á morgun, laugardag.

Lengra viðtal við Elínu Rósu er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.

Þúsund miðar seldir

Miðasala hefur gengið afar vel. Í hádeginu í dag höfðu selst um 1.000 miðar en annað eins af miðum er enn til sölu.
Valur lofar frábærri stemningu og veglegri dagskrá auk leiksins sem hægt að kynna sér hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -