- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta verður geggjuð upplifun

Einar Þorsteinn Ólafsson er á leiðinni á fyrsta stórmótið með A-landsliðinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta verður geggjuð upplifun,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik í morgun í samtali við handbolta.is eftir að ljóst varð að piltur verður í landsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi sem hefst í næstu viku.


„Þetta verður ný og góð reynsla. Ég get ekki tapað nokkru á að fara með hvert sem hlutverk mitt verður,“ sagði Einar Þorsteinn ennfremur. Hann er 22 ára gamall og lék sinn fyrsta A-landsleik af tveimur til þessa gegn Færeyingum í Laugardalshöll 3. nóvember sl.

„Það verður mikill lærdómur fyrir mig að kynnast því hvernig þeir bestu takast á við stórmót. Ég verð bara klár í slaginn þegar þörf verður á. Það er það eina sem ég gert og búið mig undir,“ sagði Einar Þorsteinn ennfremur en aðeins eru rúm þrjú ár síðan hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Vals. Sumarið 2022 gekk Einar Þorsteinn til liðs við Fredericia HK í dönsku úrvalsdeildinni hvar hann leikur undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar.

Andri Már og Þorsteinn verða eftir heima – EM-hópurinn tilkynntur

Verð að vera fljótur að læra

„Hlutirnir gerast hratt hjá mér. Það eru fjögur ár síðan ég byrjaði að spila með Val. Ég hef orðið að vera fljótur að læra,“ sagði Einar Þorsteinn ennfremur en hann er sonur eins fremsta handknattleiksmanns sögunnar, Ólafs Stefánssonar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -