- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfarar geta brátt skorað dómara á hólm

Rýnt í skjáinn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Framvegis geta þjálfarar liða í leikjum á mótum á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, skorað dómara á hólm og óskað eftir að dómur verði endurskoðaður. Hvor þjálfari má biðja um eina endurskoðun í leik en aðeins í þeim sem teknir eru upp og hafa hina svokölluðu VAR-tækni. Óski þjálfari eftir endurskoðun dóms mega dómara ekki skorast undan.


Framkvæmdastjórn EHF ákvað á fundi sínum í Stokkhólmi að gera þessa tilraun. Takist vel til verður breytingin fest í reglum í öllum leikjum á vegum EHF, landsliða og félagsliða, að því tilskyldu að leikir séu teknir upp og hægt sé að nýta hina svokölluðu VAR-tækni.


Ef tækninefnd EHF samþykkir breytinguna á fundi síðla í febrúar, sem fastlega er búist við, er stefnt að því að látið verði reyna á breytinguna í úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna sem fram fer í Búdapest í vor.


Gerð var svipuð tilraun í dönsku úrvalsdeildunum leiktíðina 2019/2020. Þá gátu þjálfara óskað eftir einni endurskoðun dóma í leikjum. Mæltist tilraunin misjafnlega fyrir.

Þessi áskorunaregla hefur verið í gildi í blaki um nokkurt skeið og reynst vel.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -