- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfararnir skrifa undir samninga til lengri tíma

Maksim Akbachev t.v., Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, og Arnar Daði Arnarsson, tóku glaðir sumri í mót sídegis og skrifuðu undir þriggja ára samninga. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Þjálfarateymi karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev, heldur galvaskt áfram störfum sínum. Síðdegis skrifuðu Arnar Daði og Maksim undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild félagsins. Arnar Daði verður áfram þjálfari liðsins með Maksim sér til trausts og halds eins og undanfarin ár.


Arnar Daði tók við þjálfun Gróttu 2019 og stýrði liðinu upp í Olísdeildina hvar það hefur verið síðan með sívaxandi árangri. Grótta var hársbreidd frá sæti í úrslitakeppninni og lauk deildarkeppninni með sama fjölda stiga og Fram og Afturelding sem höfnuðu í áttunda og níunda sæti.


„Þjálfararnir hafa átt gríðarlega mikinn þátt í því að festa Gróttuliðið á meðal bestu liða landsins. Takmark næstu tímabila er að færast enn ofar í töflunni,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu og ljóst að menn ætla ekki að láta deigan síg á Nesinu.


„Þetta er stór dagur fyrir Gróttu. Arnar Daði og Maksim hafa staðið sig frábærlega hérna á Nesinu og við lögðum okkur mikið fram við að halda þeim áfram. Það og að Birgir Steinn verður áfram í herbúðum okkar er stórt skref í þeirri vegferð að Grótta berjist í efri helmingi deildarinnar,“ segir Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu í tilkynningu sem barst fyrir stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -