- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Teits Arnar varð að taka pokann sinn

Maik Machulla hafði þjálfað þýska liðið Flensburg-Handewitt frá 2017. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið Flensburg hefur vikið þjálfaranum Maik Machulla úr starfi nú þegar. Ekki er nema um ár síðan að hann skrifaði undir nýjan samning til ársins 2026. Machulla tók við þjálfun Flensburgliðsins fyrir sex árum. Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik leikur með Flensburg.


Eitt og annað hefur gengið á afturlöppunum hjá Flensburgliðinu síðustu daga. Virðist sem að sú sé ástæðan fyrir að þjálfaranum hefur verið gert að taka pokann sinn fyrirvaralaust. Flensburg lánaðist ekki að leika til úrslita í þýsku bikarkeppninni fyrir rúmri viku.

Nokkrum dögum síðar steinlá liðið á heimavelli fyrir Granollers í síðari leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og féll þar með úr keppni. Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar fer fram í Flens-Arena í næsta mánuði.

Tíu marka tap fyrir THW Kiel, 29:19, í þýsku 1. deildinni í gær virðist hafa vera kornið sem fyllti mæli forráðamanna Flensburg.

Flensburg er í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með 39 stig eftir 26 leiki og er fjórum stigum á eftir Kiel og Füchse Berlin sem eru efst og jöfn að stigum.

Undir stjórn Machulla vann Flensburg þýska meistaratitilinn 2018 og 2019.

Eftirmaður Machulla hefur ekki verið ráðinn en fram kemur í tilkynningu frá félaginu að aðstoðarþjálfarinn Mark Bult stýri æfingum á næstunni. Vegna landsleikja verða fáir leikmenn liðsins við æfingar í höfuðstöðvum félagsins á næstu dögum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -