- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þjóðverjar öruggir um sæti í milliriðli – Úrúgvæ var engin fyrirstaða

- Auglýsing -

Þýska landsliðið var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna. Þýska landsliðið vann stórsigur á landsliði Úrúgvæ, 38:12, í fyrri viðureign dagsins í 2. umferð C-riðils. Þýska landsliðið hefur þar með unnið tvær viðureignir og á aðeins eftir að mæta Serbíu á sunnudag. Sama dag leikur íslenska landsliðið við Úrúgvæ.


Þýska landsliðið hafði mikla yfirburði í leiknum frá byrjun til enda án þess þó að leika af fullum krafti auk þess sem margir af öflugri leikmönnum liðsins sátu langtímum saman á varamannabekknum.

Staðan var 15:7 í hálfleik. Ekki batnaði leikur úrúgvæska liðsins í síðari hálfleik. Það skoraði aðeins fimm mörk. Alls tapaði liðið boltanum 24 sinnum í leiknum sem er framför frá viðureigninni við Serbíu í fyrrakvöld þegar liðið tapaði boltanum í 26 skipti.

Nina Engel var markahæst í þýska liðinu með sjö mörk ásamt Nieke Kühne. Antje Döll skoraði sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -