- Auglýsing -
Þýskaland varð í gær heimsmeistari í handknattleik karla, skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Um var að ræða fyrsta heimsmeistaramót karla í þessum aldursflokki en tilraunaverkefni var að ræða af hálfu Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF.
Tólf landsliðum víðsvegar úr heiminum var boðið til þátttöku á mótinu sem haldið var í Casablanca í Marokkó.
Þýskaland vann Egyptland, 44:43, í framlengdum úrslitaleik. Spánn lagði Katar, 35:23, í viðureign um bronsverðlaun.
Auk Þýskalands, Egyptalands, Spánar og Katar voru landslið frá Argentínu, Brasilía, Íran, Suður Kóreu, Bandaríkjunum, Túnis, Púertó Ríkó og Marokkó með á mótinu sem stóð yfir frá 24. október og þangað til í gær.


- Auglýsing -





