Þór Akureyri leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Þórsarar lögðu HK2, 37:29, í lokaumferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þórsarar vinna þar með Grill 66-deildina og taka sæti Fjölnis í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Lið félagsins var síðast í Olísdeildinni leiktíðina 2020/2021.
Þór er stigi á undan Selfoss sem fer í umspil Olísdeildar ásamt Víkingi og Herði úr Grill 66-deildinni og Gróttu úr Olísdeildinni. Grótta varð næst neðst í Olísdeildinni .
Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum við HK2 frá upphafi til enda í dag. Að fyrri hálfleik loknum var staðan, 17:12.

Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 10, Hafþór Már Vignisson 8, Þórður Tandri Ágústsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Bjartur Már Guðmundsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.
Mörk HK2: Ingibert Snær Erlingsson 8, Örn Alexandersson 6, Elmar Franz Ólafsson 4, Kristófer Stefánsson 4, Mikael Máni Jónsson 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Felix Már Kjartansson 1, Pálmar Henry Brynjarsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 16.
Lokastaðan í Grill 66-deild karla:
