- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórður Tandri heldur sínu striki með Stjörnunni

Þórður Tandri Ágústsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Mynd/Stjarnan

Línumaðurinn sterki, Þórður Tandri Ágústsson, hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Stjörnunni í Olísdeild karla. Hann hefur af því tilefni skrifað undir framlengingu á veru sinni hjá félaginu.


Þórður Tandri kom til liðs við Stjörnuna fyrir ári frá Þór Akureyri sem hann hafði leikið með frá barnæsku. Hann var frá keppni vegna meiðsla hluta tímabilsins og tók aðeins þátt í 13 af 22 leikjum Stjörnunnar í Olísdeildinni í vetur og skoraði 27 mörk. Einnig var Þórður Tandri í liði Stjörnunnar sem komst í undanúrslit Coca Cola-bikarkeppninnar í byrjun október á síðasta ári þegar leikið var til úrslita í keppninni fyrir árið 2021.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -