- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórey Rósa er sú þriðja sem rýfur 400 marka múrinn

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði eitt 400. mark fyrir landsliðið í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskona í handknattleik og hornamaður úr Fram rauf í dag 400 marka múrinn með landsliðinu þegar hún skoraði níunda mark Íslands gegn Pólverjum á æfingamótinu í Cheb í  Tékklandi. Hún er þriðja markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og sú þriðja sem skorar fleiri en 400 mörk. 

Íslenska liðið tapaði leiknum með 11 marka mun, 26:15.

Þórey Rósa lék fyrri hálfleikinn og skoraði eitt mark í leiknum og hefur þar með skoraði 400 mörk í 138 landsleikjum. 

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er sem fyrr sú sem skorað hefur flest mörk fyrir landsliðið, 620. Hún einnig leikjahæst með 170 landsleiki. Hanna Guðrún Stefánsdóttir er í öðru sæti með 458 mörk í 142 leikjum. Þar á eftir kemur Þórey Rósa en á hæla hennar fylgja tveir aðrir Framarar, Guðríður Guðjónsdóttir og Karen Knútsdóttir. 

Hér eru þær sem hafa skorað fleiri en 200 mörk fyrir kvennalandsliðið.

Leikmaður:Leikir:Mörk:
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir170620
Hanna Guðrún Stefánsdóttir142458
Þórey Rósa Stefánsdóttir138400
Guðríður Guðjónsdóttir80372
Karen Knútsdóttir106371
Rakel Dögg Bragadóttir102304
Arna Sif Pálsdóttir150282
Dagný Skúladóttir119274
Halla María Helgadóttir66273
Rut Arnfjörð Jónsdóttir115224
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir102224
Stella Sigurðardóttir72205

Sjá einnig: Erfiðleikar í sókninni og 11 marka tap í Cheb

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -