- Auglýsing -
Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur leikið 12 HM-leiki og skorað mark í þeim öllum. Þórey Rósa, sem skoraði eitt mark gegn Kínverjum, 30:23 (13:11), er eini leikmaðurinn sem lék einnig gegn Kína á HM í Brasilíu 2011, þar sem Ísland vann 23:16 (12:9). Þá skoraði hún tvö mörk.
Þórey Rósa skoraði 12 mörk í sex leikjum á HM 2011, en núna á HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hefur hún skorað 14 mörk í sex leikjum og á eftir að leika einn leik, gegn Kóngó um “Forsetabikarinn.”
Samtals hefur hún skorað 26 mörk og er þriðja markahæst á íslenska HM-listanum, á eftir Söndru Erlingsdóttur, sem hefur skorað 30 mörk og Karen Knútsdóttir með 28 mörk.
- Auglýsing -