- Auglýsing -
- Auglýsing -

Benedikt skoraði þriðjung markanna

Ungmennalið Vals heldur áfram að gera það gott í Grill 66-deildinni. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals vann sinn þriðja leik á keppnistímabilinu í Grill 66-deild karla í gærkvöld þegar liðið tók á móti ungmennaliði Fram í fjórðu umferð deildarinnar. Lokatölur voru 30:23, fyrir Val. Fram var yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Pólskipti urðu á leiknum síðari hálfleik og Valsmenn tóku öll völd á leikvellinum, eins og tölurnar gefa til kynna.


Benedikt Gunnar Óskarsson fór á kostum í liði Vals, skoraði 10 mörk og hefur þar með skorað 24 mörk í tveimur síðustu leikjum liðsins. Benedikt Gunnar skoraði 14 mörk gegn Herði á Ísafirði um liðna helgi. Andri Finnsson var einnig umsvifamikill við markaskorun hjá Val. Hann skoraði sex sinnum.


Eins og fyrr segir var þetta þriðji sigur ungmennaliðs Vals í deildinni og er það nú með sex stig eftir leikina fjóra eins og HK og Víkingur. Fjölnir er efstur með sjö stig. Fram hefur ekki vegnað eins vel og er án stiga í neðsta sæti.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10, Andri Finnsson 6, Breki Hrafn Valdimarsson 4, Einar Þorsteinn Ólafsson 4, Áki Hlynur Andrason 3, Jóel Bernburg 2, Tómas Sigurðsson 1.
Mörk Fram: Aron Fannar Sindrason 6, Róbert Árni Guðmundsson 5, Marteinn Sverrir Ingibjargarson 4, Stefán Orri Arnalds 3, Arnór Róbertsson 3, Aron Örn Heimisson 1, Hrannar Máni Eyjólfsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -