Þórhildur Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni jafntefli gegn Selfossi í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Þórhildur jafnaði metin þegar mínúta var til leiksloka, 22:22. Heimaliðið átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Skiptur hlutur var þar með niðurstaðan í leik sem Selfoss var lengst af með yfirhöndina, mest fjögur mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Selfoss var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:9. Stjarnan skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Selfoss svaraði með fimm mörkum í röð og hleypti gestunum aldrei yfir eftir það.
Tinna Sigurrós Traustadóttir og Hulda Dís Þrastardóttir voru ekki með Selfossliðinu að þessu sinni. Ekki fremur en í fyrrakvöld þegar liðið lék við ÍBV.
Lokaumferð Ragnarsmótsins fer fram á laugardaginn. Tvö efstu lið mótsins, Fram og Selfoss, eigast við klukkan 14 en klukkan 12 mætast ÍBV og Stjarnan.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 4, Roberta Stropus 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Birta María Sigmundsdóttir 1, Britney Cots 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Staðan:
Fram | 2 | 2 | 0 | 0 | 59 – 47 | 4 |
Selfoss | 2 | 1 | 1 | 0 | 55 – 49 | 3 |
Stjarnan | 2 | 0 | 1 | 1 | 42 – 51 | 1 |
ÍBV | 2 | 0 | 0 | 2 | 54 – 63 | 0 |