Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna, var í kvöld kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi sem samtökin héldu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í Hörpu.
Þórir hreppir hnossið annað árið í röð. Hann hlaut yfirburðakosningu í efsta sæti með 138 stig. Annar varð Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik karla. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik karla hafnaði í þriðja sæti ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Íslandsmeistara Breiðablik í knattspyrnu karla.
Þórir stýrði norska landsliðinu til sigurs á Evrópumótinu sem haldið var í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu í nóvember. Þar átti norska liðið titil að verja. Með sigri norska kvennalandsliðsins á EM varð Þórir sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar í handknattleik með níu stórmótstitla.
Þjálfari ársins 2022 – stigagjöf:
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 138.
2. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta – 82.
3. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta – 23.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta – 23.
5. Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta – 7.
6. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta – 4.
7. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta – 1.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta – 1.
Þjálfarar ársins úr röðum handknattleiksþjálfara: 2012 - Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel. 2103 - Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel. 2016 - Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands. 2018 - Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. 2021 - Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs. 2022 - Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs.