Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna tilkynnti í morgun hvaða 19 leikmenn hann ætlar að tefla fram á Evrópumeistaramótinu í næsta mánuði.
Hópurinn hefur tekið nokkrum breytingum frá heimsmeistaramótinu á síðasta ári. Kari Brattset Dale, Sanna Solberg-Isaksen og Camilla Herrem eru barnshafandi og Veronica Kristiansen ætlar að nýta nóvember til þess að leita bót meina sinna.
Tveir nýliðar
Tveir nýliðar eru í hópnum, Ragnhild Valle Dahl leikmaður Vipers Kristiansand og Anniken Wollik liðsmaður Romerike Ravens.
Fimm á fyrsta móti
Fimm leikmenn taka þátt í sínu fyrsta stórmóti A-landsliða, Marie Skurtveit Davidsen, Kristina Sirum Novak, Thale Rushfeldt Deila, Ane Cecilie Høgseth og Sunniva Amalie Næs Andersen.
Hitað upp í Stavangri
Dagana 27. til 30. október tekur norska landsliðið þátt í fjögurra liða móti í Stavangri ásamt landsliðum Brasilíu, Danmerkur og Hollands.
Riðlakeppni í Ljubljana
Norska landsliðið verður í riðli með Króatíu, Sviss og Ungverjalandi á EM sem hefst 4. nóvember. Riðill norska landsliðsins verður leikinn í Ljubljana í Slóveníu en leikir í öðrum riðlum fara fram í Celja í Slóveníu, Podgorica í Svartfjallalandi og Skopje í Norður Makedóníu.
Norski landsliðshópurinn
Markverðir:
Silje Margaretha Solberg-Østhassel, Györi ETO KC.
Katrine Lunde, Vipers Kristiansand.
Marie Skurtveit Davidsen, CSM Bucuresti.
Skyttur – miðjumenn:
Henny Ella Reistad, Team Esbjerg.
Emilie Hegh Arntzen, CSM Bucuresti.
Kristina Sirum Novak, Sola Håndballklubb.
Stine Ruscetta Skogrand, Ikast Håndbold.
Nora Mørk, Team Esbjerg.
Stine Bredal Oftedal, Györi ETO KC.
Kristine Breistøl, Team Esbjerg.
Ragnhild Valle Dahl, Vipers Kristiansand.
Thale Rushfeldt Deila, Molde Elite.
Línumenn:
Ane Cecilie Høgseth, Storhamar Elite.
Vilde Mortensen Ingstad, Team Esbjerg.
Maren Nyland Aardahl, Odense HC.
Hornamenn:
Malin Larsen Aune, CSM Bucuresti.
Emilie Margrethe Hovden, Viborg HK.
Anniken Wollik, Romerike Ravens.
Sunniva Amalie Næs Andersen, Vipers Kristiansand.