- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir í fótspor Bogdans, Guðmundar Þórðar og Alfreðs

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, afhenti Bogdan Kowalczyk riddarakrossinn á skrifstofu forseta í október 1989. Ljósmynd: RAX.
- Auglýsing -



Þórir Hergeirsson varð fjórði handknattleiksþjálfarinn til að vera sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Hann hlaut riddarakross fyrir einstakan árangur sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins á undanförnum árum, sem hefur verið nær ósigrandi.


Hinir þrír þjálfararnir eru:

  • Bogdan Kowalczyk, sem þjálfaði Víking og karlalandslið Íslands. Undir hans stjórn varð landsliðið í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og fékk silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í Finnlandi sama ár. Þá varð landsliðið undir stjórn Bogdans í sjötta sæti á HM í Sviss 1986 og sigurvegari í B-keppninni í París í Frakklandi 1989. Bogdan hlaut riddarakross.
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 2008 eftir að íslenska landsliðið fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í Kína.

    Í tilefni silfurverðlaunanna í Peking var hópi í fyrsta sinn veitt fálkaorðan; landsliðsmenn og forráðamenn Handknattleikssambands Íslands, fengu riddarakross.


Guðmundur Þórður var þjálfari Dana sem unnu gull á Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016. Mar­grét Dana­drottn­ing sæmdi Guðmund Þórð ridd­ara­krossi Dann­e­brog-orðunn­ar í febrúar 2017

  • Alfreð Gíslason var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2014. Alfreð, sem var kjörinn íþróttamaður ársins 1989, eftir frábæran árangur í B-keppninni í Frakklandi, vann síðan mikil afrek sem þjálfari hjá KA, Magdeburg, Kiel, íslenska og þýska landsliðsins. Alfreð var í mörg ár valinn þjálfari ársins í Þýskalandi og er í hópi bestu handknattleiksþjálfara heims.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -