- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir ómyrkur í máli í garð IHF vegna nýja boltans

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna, segir það vera óskiljanlegt að Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hafi ákveðið að nota heimsmeistaramót kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sem tilraunamót fyrir hinn nýja klísturslausa handbolta. Boltinn reynist stúlkunum erfiður og sé síður svo til bóta, hvorki fyrir iðkendur né íþróttina.


Þórir segir það lýsa fordómum stjórnenda IHF í garð kvennahandknattleiks að þetta hafi verið gert. Segir hann það vera mjög gagnrýnivert að reyna nýja boltann á stórmóti yngri kvennalandsliða. Slíkt væri aldrei gert á mótum í karlaflokki. Bætir hann við að ákvörðunin eigi sér rætur í menningu sem ríki meðal stjórnenda IHF um að setja kvennahandknattleik skör lægra en handknattleik karla.


Þórir telur að í framtíðinni sé ekki útilokað að keppt verði með handbolta án harpix. Það muni hinsvegar þýða breytingar á íþróttinni.


Þórir bendir á að í gegnum tíðina hafi mót kvenna oft verið notuð til tilrauna og prufu á hinu og öðru. M.a. hafi lítt eða alls óreyndir dómarar fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína á mótum kvenna sem ekki hafi tíðkast á mótum karla.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -