- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir varð annar í vali á þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins sem er Evrópumeistari og silfurhafi frá HM í síðasta mánuði. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna hafnaði í öðru sæti í kjöri á þjálfara ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörið fór fram samhliða kjöri á íþróttaliði ársins og á Íþróttamanni ársins. Annar handknattleiksþjálfari, Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK hlaut einnig stig í kjörinu.


Þetta er í fjórða sinn sem Þórir verður í öðru sæti í kjöri á þjálfara ársins. Hann varð hinsvegar efstur 2021 og 2022.
Í kjöri á liði ársins fékk eitt handknattleikslið atkvæði, Íslandsmeistarar ÍBV í handknattleik karla.

Þjálfari ársins:
Arnar Gunnlaugsson 122 stig.
Þórir Hergeirsson 42 stig.
Pavel Ermolinski 40 stig.
Heimir Hallgrímsson 28 stig.
Freyr Alexandersson 16 stig.
Óskar Hrafn Þorvaldsson 2 stig.
Guðmundur Þórður Guðmundsson 1 stig.
Pétur Péturssson 1 stig.

Lið ársins:
Víkingur karla fótbolti, 116 stig.
Víkingur kvenna fótbolti, 59 stig.
Tindastóll karla körfubolti, 50 stig
Breiðablik karla fótbolti, 23 stig
Valur kvenna fótbolti, 3 stig.
ÍBV karla handbolti, 1 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -