- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir: Við vildum slútta þessu vel

Þórir Hergeirsson á verðlaunpalli með norska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Þetta er bara gleði. Ég hef verið svo lengi í þessu og er því auðmjúkur. Það er ekkert gefið að vinna medalíu á EM, HM eða á Ólympíuleikum þótt það sé orðinn vani og menn orðnir grátstórir í Noregi. Ég veit hvað liggur mikil vinna í þessu fyrir leikmenn og aðra sem í kringum liðið er,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðið í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson fréttamann RÚV eftir stórsigur norska landsliðsins á sænska landsliðinu í viðureigninni um bronsið á Ólympíuleikunum í nótt að íslenskum tíma.

Tökum það sem var í boði

„Við settum stefnuna á gullið en vorum ekki nógu sterk í leiknum við Rússa í undanúrslitum. Þá tökum við það sem getum fengið. Það var þriðja sætið og bronsið,“ sagði Þórir ennfremur í samtalinu við RÚV.

Norska kvennalandsliðið fagna sigrinum í bronsleiknum í morgun. Mynd /EPA-EFE


Síðan Þórir tók við sem aðalþjálfari landsliðsins 2009 hefur það unnið ein gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Ólympíuleikum.

Ofsalega sárt að tapa

„Kröfurnar og eru stórar og markmiðin eru há og þá er ofsalega sárt að tapa undanúrslitaleik en mjög sterkt að standa upp aftur beinn í baki og klára mótið með reisn,“ sagði Þórir sem lýsti stemningunni innan norska landsliðsins eftir tapið í undanúrslitum í fyrradag.

„Fyrst ertu skúffaður og leiður en síðan hleypur reiði í mannskapinn sem verður staðráðinn í að fara með medalíu og sýna að við værum betri en við sýndum gegn Rússum þótt það sé allt annar leikur og betri andstæðingur. Við vildum slútta þessu vel.“

Íslandsferð til að slappa af

Þórir ætlar ekki að staldra lengi við í Noregi þegar þangað verður komið eftir leikana. Hann stefnir á heimsókn til Íslands eftir viku. „Ég vona að Þórólfur leyfi mér að koma heim til Íslands. Ég ætla í veiði og vera um stund með fjölskyldunni og slappa af,“ sagði Þórir Hergeirsson léttur í bragði í samtali við RÚV í Tókýó í nótt. Á Íslandi á Þórir systkini og stóran frændgarð.


Viðtal Þorkels Gunnars hjá RÚV við Selfyssinginn Þóri er hægt að horfa á í heild hér.


Þórir verður næst í eldlínunni með norska kvennalandsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -