- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar halda í vonina eftir sigur á Fjölni

Þórsarinn Viðar Ernir Reimarsson sækir að vörn Fjölnis í leik liðanna í Höllinni á Akureyri í 1. umferð Grill 66-deildarinnar í lok september. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Þórsarar eru ennþá með í kapphlaupinu á toppnum í Grill66-deild karla í handknattleik eftir sigur á Fjölni, 23:21, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Tapið setti hinsvegar strik í reikning Fjölnismanna sem eru vissulega enn með í baráttu fjögurra efstu liðanna en þeim tókst ekki að komast upp að hlið Harðarmanna sem tróna á toppnum.

Fagnað eftir sigurinn í Höllinni í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
Staða fjögurra efstu liða er í grófum dráttum þessi:
Hörður 30 stig - 18 leikir.
ÍR 29 stig - 18 leikir.
Fjölnir 28 stig - 18 leikir.
Þór 27 stig - 17 leikir.
Alls verða leiknar 20 umferðir í deildinni.
Eitt lið fer beint upp - fjögur í umspil um eitt sæti.
Heimir Pálsson var öryggið uppmálað á vítapunktinum. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net


Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik í Höllinni á Akureyri í kvöld voru Þórsarar með tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10. Leikmenn Fjölnis voru úti á þekju framan af síðari hálfleik. Skoruðu þeir ekki mark fyrr en eftir 12 mínútur. Þá hafði Þór náð sex marka forskoti. Segja má að leikmenn Fjölnis hafa sopið seyðið af slæmum upphafskafla allt til leiksloka. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Fjölnismenn var Arnar Þór Fylkisson markvörður Þórs vel með á nótunum, eins og stundum áður.

Aðalsteinn Ernir Bergþórsson í hörðum slag við Aron Inga Heiðmarsson, leikmann Fjölnis. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net


Þórsarar fögnuðu kærkomnum sigri sem heldur vonum þeirra lifandi í toppbaráttunni fyrir síðustu leikina þrjá.

Leikir fjögurra efstu liðanna:
Hörður: Fjölnir (h), Þór Ak (h).
ÍR: Berserkir (h), Afturelding U (ú).
Fjölnir: Hörður (ú), Haukar U (ú).
Þór: Haukar U (ú), Valur U (ú), Hörður (ú).
Stevce Alusovski, þjálfari Þórs, leggur á ráðin með sínum mönnum í leiknum í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net


Mörk Þórs Ak.: Heimir Pálsson 6, Viðar Ernir Reimarsson 5, Jóhann Einarsson 4, Josip Kezic 3, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 2, Tomislav Jagurinovski 2, Aron Hólm Kristjánsson 1.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Aron Breki Oddnýjarson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Victor Máni Matthíasson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -