Þórsarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins gegn Herði á Torfnesi síðdegis í dag og tryggðu sér þar með tveggja marka sigur, 25:23. Leikmenn Þórs halda þar með áfram í vonina um að komast í efsta sæti Grill 66-deildar karla áður en yfirlíkur. Þór er stigi á eftir Selfossi, sem er efst, og á auk þess einn leik til góða gegn neðsta liði deildarinnar, HBH. Sá leikur verður 4. mars.
Harðarmenn veittu harða mótspyrnu gegn Þórsurum í dag. Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13. Ísfirðingar voru síðan með yfirhöndina af og til allan síðari hálfleik en forystan sveiflaðist nokkuð á milli fylkinga. Þór var tveimur mörkum yfir þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 23:21. Harðarmenn jöfnuðu metin með marki Endijs Kusners, 23:23. Sigurður Ringsted Sigurðsson og Þórður Tandri Ágústsson skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en ekki var skoraði síðustu hálfa fjórðu mínútu viðureignarinnar.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Harðar: Endijs Kusners 7, Oliver Rabek 5, Jose Esteves Neto 5, Lubomir Ivanytsia 3, Marek Lesansky 2, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 12.
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 11, Hafþór Már Vignisson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Bjartur Már Guðmundsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1, Ólafur Malmquist 1, Halldór Kristinn Harðarson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11.
Tölfræði HBritara.