- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar sóttu tvö stig suður yfir heiðar

Jón Ólafur Þorsteinsson, leikmaður Þórs skoraði þrju mörk í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þór Akureyri gerði góða ferð suður í dag og lagði ungmennalið Fram með sjö marka mun í Grill 66-deild karla í Úlfarsárdal, 27:20. Eftir jafnan fyrri hálfleik var Þór marki yfir, 12:11. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Stevce Alusovski hætti þjálfun liðsins á þriðjudaginn. Halldór Örn Tryggvason stýrði liði Þórs í kvöld og naut aðstoðar Kristins Björgúlfssonar eins og handbolti.is sagði frá síðdegis.


Þórsliðið var sterkara í síðari hálfleik í Úlfarsárdal og tókst að stöðva sigurgöngu ungmenna Framliðsins sem höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir viðureignina. Ekki spillti fyrir að Arnar Þór Fylkisson markvörður varði allt hvað af tók í marki Þórs.
Með sigrinum færðist Þór upp í 5. sæti deildarinnar með sjö stig eftir átta leiki. Fram er stigi á eftir.


Mörk Fram U.: Kristófer Andri Daðason 6, Tindur Ingólfsson 4, Róbert Árni Guðmundsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Daníel Stefán Reynisson 2, Max Emil Stenlund 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 13.
Mörk Þórs Ak.: Aron Hólm Kristjánsson 6, Kostadin Petrov 6, Josip Vekic 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Jonn Rói Tórfinnsson 1, Ágúst Örn Vilbergsson 1, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 19.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -