Þórsarar á Akureyri hafa innan sinna raða markahæsta leikmann Grill66-deildar karla í handknattleik um þessar mundir þegar hlé hefur verið gert á keppni vegna jóla- og áramótleyfa. Arnór Þorri Þorsteinsson hefur skorað 60 mörk í 10 leikjum deildarinnar til þessa, eða sex mörk að jafnaði í leik.
Ólafur Haukur Matthíasson og Dagur Sverrir Kristjánsson úr toppliði ÍR eru ekki langt á eftir Arnóri Þorra. Sömu sögu er að segja af Japananum, Sigeru Hikawa, sem sannarlega hefur gert það gott með Herði á Ísafirði.
Markahæsti leikmaður Grill66-deildarinnar á síðasta keppnistímabili, Kristján Orri Jóhannsson, hefur ekki verið eins aðsópsmikill á yfirstandandi leiktíð. Hann er þó ekki mjög langt á eftir þeim markahæsta.
Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem skorað hafa flest mörk í Grill66-deildinni til þessa, fjöldi marka og innan sviga leikjafjöldi.
Arnór Þorri Þorsteinsson, Þór Ak, 60 (10).
Ólafur Haukur Matthíasson, ÍR, 58 (10).
Dagur Sverrir Kristjánsson, ÍR, 55 (10).
Sigeru Hikawa, Herði, 55 (10).
Ágúst Atli Björgvinsson, Aftureldingu U, 53 (10).
Guntis Pilpuks, Herði, 53 (10).
Kristján Orri Jóhannsson, ÍR, 53 (10).
Andri Finnsson, Val, 47 (9).
Sigþór Gellir Michaelsson, Vængjum Júpíters; 47 (10).
Jón Ómar Gíslason, Herði, 46 (10).
Þorri Starrason, Berserkjum, 46 (10).
Haraldur Björn Hjörleifsson, Aftureldingu U, 45 (10).
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, Fjölni, 44 (10).
Tomislav Jagurinovski, Þór Ak., 44 (7).
Gísli Steinar Valmundsson, Vængjum Júpíters, 43 (10).
Goði Ingvar Sveinsson, Fjölni, 43 (8).
Tryggvi Sigurberg Traustason, Selfoss U, 43 (8).
Brynjar Óli Kristjánsson, Fjöli, 42 (10).
Jóhann Einarsson, Þór Ak., 39 (7).
Þorfinnur Máni Björnsson, Haukum U, 38 (7).
Daníel Wale Adeleye, Herði, 36 (10).
Elvar Otri Hjálmarsson, Fjölni, 36 (10).
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson, Fjölni, 36 (10).
Viktor Sigurðsson, ÍR, 36 (9).
Björgvin Páll Rúnarsson, Fjölni, 35 (10).
Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi U, 34 (6).
Matthías Daðason, Kórdrengjum, 34 (7).
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deildunum má sjá hér.