Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnasson er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla þegar 13 umferðum er lokið af 22. Hann hefur skorað 99 mörk, eða 7,6 mörk að jafnaði í leik.
Þorsteinn Leó hefur ekki skorað úr vítaköstum ólíkt flestum öðrum sem eru í hópi þeirra efstu á listanum yfir þá markahæstu.
Hinn þrautreyndi handknattleiksmaður hjá KA, Einar Rafn Eiðsson, er næstur á eftir Þorsteini Leó með 96 mörk. Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er í þriðja sæti. Hann hefur skorað 90 mörk.
Rúnar Kárason, Fram, sem var efstur á blaði síðast þegar handbolti.is birti lista yfir þá markahæstu, er í fjórða sæti með 84 mörk. Rúnar hefur leikið einum leik færra en þeir þrír sem eru fyrir ofan hann.
Hér fyrir neðan eru þeir 24 leikmenn sem skoraði hafa 50 mörk eða fleiri. (Þeir sem hafa leikið færri en 13 leiki eru merktir með skýringum).
Nafn: | Félag: | Mörk: |
Þorsteinn Leó Gunnarsson | UMFA | 99 |
Einar Rafn Eiðsson | KA | 96 |
Guðmundur Bragi Ástþórsson | Haukum | 90 |
Rúnar Kárason* | Fram | 84 |
Ágúst Ingi Óskarsson | Gróttu | 81 |
Reynir Þór Stefánsson | Fram | 78 |
Elmar Erlingsson | ÍBV | 77 |
Jakob Ingi Stefánsson | Gróttu | 68 |
Hergeir Grímsson | Stjörnunni | 65 |
Ísak Gústafsson | Val | 65 |
Ott Varik | KA | 65 |
Hjörtur Ingi Halldórsson | HK | 64 |
Benedikt Gunnar Óskarsson | Val | 63 |
Árni Bragi Eyjólfsson | UMFA | 60 |
Blær Hinriksson | UMFA | 59 |
Starri Friðriksson*** | Stjörnunni | 59 |
Einar Bragi Aðalsteinsson | FH | 58 |
Jóhannes Berg Andrason | FH | 57 |
Aron Pálmarsson** | FH | 55 |
Einar Sverrisson* | Selfossi | 53 |
Daniel Esteves Vieira | ÍBV | 52 |
Tandri Már Konráðsson | Stjörnunni | 52 |
Sigtryggur Daði Rúnarsson | ÍBV | 51 |
Ívar Logi Styrmisson | Fram | 50 |
*hefur leikið 12 leiki.
** hefur leikið 11 leiki.
*** hefur leikið 8 leiki.
Einar Rafn bestur í Olísdeildinni fram til þessa