- Auglýsing -
Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson var í kvöld valinn íþróttakarl Aftureldingar 2024. Þetta er annað árið í röð sem Þorsteinn Leó verður fyrir valinu hjá uppeldisfélagi sínu í kjöri á íþróttakarli félagsins.
Þorsteinn Léo, sem er 22 ára gamall, var burðarás í Aftureldingarliðinu sem lék til úrslita við FH um Íslandsmeistaratitilinn í vor sem leið. Eftir tímabilið gekk hann til liðs við Porto í Portúgal hvar hann hefur gert það gott. Einnig hefur Þorsteinn Leó látið til sín taka með íslenska landsliðinu og er á leiðinni með því á heimsmeistaramótið sem hefst um miðjan næsta mánuð.
Blakkonan Thelma Dögg Grétarsdóttir var valin íþróttakona Aftureldingar.
- Auglýsing -