- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó markahæstur í níu marka sigri Porto

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu öruggan sigur á serbnesku meisturunum í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og var markahæstur hjá Porto ásamt línumanninum Victor Manuel Iturriza og Mamadou Lamine Diocou Soumaré þegar liðið vann öruggan sigur á serbnesku meisturunum Vojvodina, 29:20, á heimavelli í kvöld í þegar keppni hófst í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Sigurinn var Porto alveg nauðsynlegur þar sem liðið byrjaði riðlakeppnina án stiga.


Þorsteinn var með átta markskot og skoraði fimm sinnum með þrumuskotum. Hann átti einnig eina stoðsendingu.

Þýsku liðin Melsungen og THW Kiel eru með Porto og Vojvodina í 3. riðli Evrópudeildarinnar. Erik Balenciaga tryggði Melsungen jafntefli, 26:26, skömmu fyrir leikslok í afar jöfnum leik í Rothenbach-Halle í Kassel. Elvar Örn Jónsson skoraði tvisvar í leiknum fyrir Melsungen sem hefur fimm stig í riðlinum eins og THW Kiel. Arnar Freyr Arnarsson var ekki með vegna meiðsla.

Daninn Hans Aaron Mensing og spænski hornamaðurinn efnilegi, Ian Barrufet, voru markahæstir með sex mörk hvor. Svíinn Eric Johansson var atkvæðamestur hjá Kiel og skoraði átta mörk.

Naumt tap hjá Stiven

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica töpuðu naumlega í Baskahéraði Spánar fyrir Bidasoa Irun, 28:27. Stiven skoraði eitt mark í leiknum. Benfica var lengi vel með yfirhöndina í viðureigninni, m.a. 15:13, að loknum fyrri hálfleik.

Öll úrslit kvöldsins:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -