- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó og Stiven Tobar fögnuðu sigrum í Porto og Lissabon

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsmenn Porto standa vel að vígi eftir sjö marka sigur, 35:28, á Fenix Toulouse frá Frakklandi í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Porto. Síðari viðureignin fer fram eftir viku í Frakklandi.

Á sama tíma vann Benfica, með Stiven Tobar Valencia innan sinna raða, danska liðið GOG, 33:31, í Lissabon.

Mikið sterkari í síðari hálfleik

Eftir jafnan fyrri hálfleik í Pavilhao Dragao Arena í Porto hertu Þorsteinn Leó og félagar tökin í síðari hálfleik. Þeir juku forskot sitt jafn og þétt þegar á hálfleikinn leið svo mjög að niðurstaðan var sjö marka forskot þegar leiktíminn var úti.

Þorsteinn skoraði þrjú mörk

Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk fyrir Porto. Pedro Veitia Valdés var markahæstur með átta mörk og Diogo Oliveeira var næstur með sex mörk. Téo Jarry var markahæstur hjá Toulouse með átta mörk.

Fimm mörk hjá Stiven

Stiven Tobar skoraði fimm mörk fyrir Benfica í sigrinum á GOG. Benfica var með yfirhöndina í leiknunum lengst af. Tveggja marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 17:15.

Stiven Tobar Valencia leikmaður Benfica og landsliðsmaður. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Ander Izquierdo Labayen var markahæstur hjá Benfica með sjö mörk. Frederik Tilsted skoraði átta mörk fyrir GOG en átti sjö púðurskot til viðbótar.

Sigurliðin úr þessum rimmum komast í átta liða úrslit. Komist Porto áfram mætir liðið Montpellier. Sigurliðið úr viðureign Benfica og GOG leikur gegn Flensburg í átta liða úrslitum.

Fyrr í kvöld fóru aðrir tveir leikir í fram í fyrri umferð útsláttarkeppninnar:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -