- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó verður klár í slaginn við Portúgal

Þorsteinn Leó Gunnarsson stórskytta úr Aftureldingu. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

„Þorsteinn Leó sneri sig á ökkla í síðari hálfleik í leiknum við Egypta. Við teljum að þetta sé ekki alvarlegt og eigi ekki koma ekki í veg fyrir þátttöku hans í leiknum við Portúgal á fimmtudaginn. Að öðru leyti komust allir leikmenn heilir frá viðureigninni og mæta galvaskir til leiks í Berlín,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara 21 árs landsliðsins í handknattleik spurður um stöðuna á leikmannahópi íslenska landsliðsins að lokinni milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn.

„Eftir fyrstu skoðun Kára Árnasonar sjúkraþjálfara þá er ekki um alvarleg meiðsli að ræða hjá Þorsteini. Hann verður klár í slaginn með okkur á móti Portúgal í átta liða úrslitum á fimmtudaginn sem betur fer,“ sagði Einar Andri sem hefur ekki þurft að kalla til leikmenn til móts við íslenska hópinn sem kemur til Berlínar eftir 12 daga veru í Aþenu.

Vaða eld og brennistein

„Annars eru leikmenn ferskir og tilbúnir að vaða eld og brennistein hér eftir sem hingað til,“ sagði Einar Andri Einarsson sem hefur úr 17 leikmönum að tefla, þar af þremur markvörðum. Sextán mega taka þátt í hverjum leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -