- Auglýsing -

Þorsteinn og félagar koma aftur til Íslands – Fram í hörkuriðli – Stjarnan bíður

- Auglýsing -


Fram verður í D-riðli með Þorsteini Leó Gunnarssyni og félögum FC Porto í Evrópudeild karla í handknattleik sem hefst 14. október. Dregið var í morgun. Auk Fram og FC Porto verður sigurliðið úr forkeppnisleikjum Elverum frá Noregi og spænska liðsins Bathco BM Torrelavega annars vegar og hinsvegar sigurliðið úr einvígi RK Gorenje Velenje frá Slóveníu HC Kriens-Luzern frá Sviss.

FC Porto kom einnig til Íslands á síðasta tímabili og mætti Val í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan fer í C-riðil

Takist Stjörnunni að vinna rúmenska liðið Minaur Baia Mare í forkeppninni í lok ágúst og í byrjun september tekur Stjarnan sæti í C-riðli með Granollers frá Spáni, slóvensku meisturunum
Grosist Slovan, og annað hvort danska liðinu Skanderborg eða Marítimo da Madeira Andebol frá portúgölsku eyjunni Madeira.
Riðlakeppnin hefst 14. október og lýkur 2. desember. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í 16-liða úrslit sem einnig er leikin í riðlum. Tvö neðstu liða hvers riðils heltast úr lestinni eftir 2. desember.

Riðlaskiptingin:

Riðill A: SG Flensburg, Potaissa Turda, Mors-Thy/Saint-Raphaël, Bidasoa Irun/ABC de Braga.
Riðill B: Montpellier, Ostrovia Ostrów Wielkopolski, THW Kiel, BSV Bern/MRK Čakovec.
Riðill C: Fraikin BM Granollers, Grosist Slovan, Skanderborg/Marítimo da Madeira Andebol SAD, CS Minaur Baia Mare/Stjarnan.
Riðill D: FC Porto, Fram, Elverum/Bathco BM Torrelavega, RK Gorenje Velenje/HC Kriens-Luzern.
Riðill E: MT Melsungen, FTC-Green Collect, Benfica, KGHM Chrobry Glogów/HF Karlskrona.
Riðill F: IFK Kristianstad, HC Vardar 1961, Fenix Toulouse, MRK Dugo Selo/MRK Sesvete.
Riðill G: Fredericia HK, Tatran Prešov, Hannover-Burgdorf (Þýskaland)/HC Alkaloid, IK Sävehof (Svíþjóð)/HK Malmö
Riðill H: Kadetten Schaffhausen, RK Nexe, ABANCA Ademar León, RK Partizan/HCB Karviná.

Forkeppni 30. og 31. ágúst – 6. og 7.september. Þá mætir Stjarnan rúmenska liðinu Minaur Baia Mare heima og að heiman um sæti í C-riðli.

Íslendingar hjá liðunum:

Fredericia HK (Danmörk): Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Arnór Viðarsson.
MT Melsungen (Þýskaland): Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson.
FC Porto (Portúgal): Þorsteinn Leó Gunnarsson.
Kadetten Schaffhausen (Sviss): Óðinn Þór Ríkharðsson.
IFK Kristianstad (Svíþjóð): Einar Bragi Aðalsteinsson.
TSV Hannover-Burgdorf: Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari.
RK Alkaloid: Úlfar Páll Monsi Þórðarson.
Skanderborg: Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
Benfica: Stiven Tobar Valencia.
Elverum: Tryggvi Þórisson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -