- Auglýsing -
Íslensku handknattleiksmennirnir þrír sem leika með félagsliðum í efstu deild portúgalska handknattleiksins létu heldur betur til sín taka í leikjum liðanna í gær. Skoruðu þeir Orri Freyr Þorkelsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson samtals 21 mark í leikjunum þremur með Sporting, Benfica og Porto sem öll sigruðu í leikjum sínum.
- Þorsteinn Leó skoraði sex mörk í átta skotum og var markahæstur hjá Porto í fimm marka sigri á Belenenses, 28:23, á útivelli. Þorsteinn Leó er væntanlegur í Kaplakrika á þriðjudaginn með samherjum sínum í Porto til leiks við Val í Evrópudeildinni í handknattleik.
- Orri Freyr skoraði sjö mörk í sjö skotum þegar meistarar Sporting unnu Póvoa AC Bodegão, 38:25, á heimavelli.
- Stiven Tobar skoraði átta mörk í níu skotum þegar Benfica lagði Águas Santas Milaneza, 38:30, á útivelli.
- Sporting og Porto eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar með 24 stig hvort. Benfica er í þriðja sæti með 20 stig. Öll hafa liðin lokið átta viðureignum.
Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í portúgölsku deildinni, tvö fyrir jafntefli og eitt fyrir að taka þátt.
Miðasala á handboltaveisluna í Kaplakrika á þriðjudaginn er á stubb.is – smellið hér.
- Auglýsing -