- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorvaldur verður Örnu Valgerði innan handar

Þorvaldur Þorvaldsson og Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfarateymi KA/Þór á komandi leiktíð. Mynd/KA
- Auglýsing -

Þorvaldur Þorvaldsson verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs KA/Þórs á handknattleiksvertíðinni sem framundan er haust, vetur og í vor. Hann verður þar með Örnu Valgerði Erlingsdóttur nýráðnum þjálfara innan handar. „Er þetta afar jákvætt skref en Valdi er rétt eins og Arna öllum hnútum kunnugur innan félagsins og er auk þess hokinn reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA í morgun.

Margreyndur og sigursæll

Þorvaldur er margreyndur leikmaður og sigursæll með KA á sinni tíð. Hann varð síðar aðstoðarþjálfari Jónatans Magnússonar hjá KA/Þór en þeir félagar stýrðu liðinu frá árinu 2016 til ársins 2019 og tryggðu liðinu á þeim tíma sæti í efstu deild og komu liðinu einnig í bikarúrslitahelgina.

„Við erum afar ánægð með að hafa tryggt þau Örnu og Valda í þjálfarateymið og ljóst að við munum halda áfram að halda í okkar gildi sem eru að gefa okkar ungu og öflugu iðkendum tækifæri á að sýna sig og sanna og byggja þar með upp sterkt lið af uppöldum leikmönnum,“ segir ennfremur í tilkynningu KA.

Einnig var staðfest í morgun að Egill Ármann Kristinsson verður áfram styrktarþjálfari KA/Þórsliðsins.

Tengdar fréttir:
Olísdeild kvenna.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -