- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrefaldir Evrópumeistarar eru gjaldþrota – ljósin slökkt í Kristiansand

Evrópumeistarar Vipers vorið 2023 í þriðja skipti á þremur árum. Nú er félagið gjalþrota. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Vipers Kristiansand, eitt besta handknattleikslið Evrópu í kvennaflokki, heyrir sögunni til. Rekstri þess er lokið. Stjórn félagsins tilkynnti í kvöld að félagið sé gjaldþrota og að framundan sé gjaldþrotameðferð. Nítján leikmenn standa nú uppi án félags auk þess sem þeir fengu ekki síðustu launagreiðslu sem átti að berast þeim fyrir helgina.

Með Vipers léku margar af fremstu handknattleikskonum Noregs, m.a. markvarðapar Ólympíumeistaraliðs Noregs frá í sumar, Katrine Lunde og Silje Solberg.

Undanfarnar vikur hefur verið róinn lífróður með það að markmiði að tryggja Vipers 25 milljónir norska króna, jafnvirði 332 milljóna íslenskra króna. Vandinn kom fyrst upp á yfirborðið í janúar en það eru ekki nema nokkrar vikur síðan að ljóst var að vandinn væri jafn mikill og raun ber vitni um.

Stjórn félagsins fundaði á föstudaginn og fór yfir tilboð sem borist höfðu og sagði Peter Gitmark formaður stjórnar félagsins eftir fundinn að stjórnendur færu með vott af bjartsýni inn í helgina áður en fundað yrði á ný síðdegis á sunnudag. Í kvöld sagði Gitmark ekki lengra verði gengið. Ekki væri hægt að forðast gjaldþrot. „Við höfum gert okkar besta en nægir ekki til að bjarga félaginu,“ sagði Gitmark í kvöld og TV2 hefur eftir honum.

Eitt stórliða Evrópu

Vipers Kristiansand vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð 2021, 2022 og 2023, til viðbótar við að vinna norsku deildina sjö ár í röð og bikarkeppnina jafn oft á síðustu átta árum.

Síðasti leikur Vipers var á heimavelli gegn Buducnost í Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikurinn vannst 32:23. Úrslitin verða strikuð út.

Sjá einnig:
Framtíð Vipers ræðst síðdegis á sunnudaginn

Gjaldþrot blasir við þreföldum Evrópumeisturum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -