- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrek þraut í Álaborg

Rasmus Lauge með boltann í leik með Veszprém í síðustu viku gegn Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aalborg Håndbold hélt lengi vel í við stórlið Veszprém í kvöld þegar þau mættust í kvöld í Álaborg í Meistarardeild Evrópu í handknattleik karla. Því miður þá þvarr leikmönnum danska liðsins þrek þegar á leið og það ungverska náði að sigla framúr og setjast á topp B-riðils með 11 stig eftir sex leiki. Lokatölur í Álaborg, 33:27. Heimamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. Þeir hófu leikinn af krafti og voru m.a. sex mörkum yfir, 11:5, þegar fyrri hálfleikurin var ríflega hálfnaður.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem situr í þriða sæti B-riðils með átta stig að loknum sjö leikjum. Barcelona, sem mætir Kiel í Þýskalandi annað kvöld er í öðru sæti með 10 stig. Staðan í riðlinum er hér aðeins neðar.

Motor frá Úkraínu vann annan leik sinn í röð í kvöld þegar það lagði RK Zagreb, 24:23, í Zagreb. Þessi tvö lið eru einnig í B-riðli keppninnar. Hörmungar Zagreb-liðsins í Meistaradeildinni á leiktíðinni virðast engan enda ætla að taka. Liðið hefur leikið sex leiki til þessa og hefur enn ekki krækt í jafntefli, hvað þá meira.

Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari er Gintaras Savukynas sem lék hér á landi við góðan orðstír í kringum aldamótin og gerði m.a. garðinn frægan með Aftureldingu.

Það var svipað hjá Porto gegn PSG eins og hjá Aalborg á móti Veszprém. Porto var lengi vel yfir á móti PSG í Porto en mátti gefa eftir á lokasprettinum, 34:31.

Úrslit kvöldsins, en fjórir leikir voru á dagskrá:

A-riðill:

Flensburg – Meshkov Brest 29:29 (13:11)
Mörk Flensburg: Marius Steinhauser 7, Göran Johannessen 7, Franz Semper 6, Magnus Jöndal 5, Mads Mensa 3, Domen Pelko 1.
Mörk Meshkov Brest: Maksim Baranau 7, Marko Panic 7, Vladimir Vrjanes 4, Viachaslau Shumak 4, Mikita Vailupau 3, Alexander Shkurinskiy 3, Arndrei Yrynok 1.

Porto – PSG 31:34(16:12)
Mörk Porto: Diogo Branquinhö 4, Diogo Silva da Borges 4, Ivan Sliskovic 3, Miguel Martins Soares 3, Victor Manuel Iturriza Alvarez 3, Andre Gomes 3, Fabio Ramos Mgalhaes 2, Antonio Areia Rodrigues 2, Rui Silva 2, Leonel Fernandes 2, Daymaro Salina Amador 1.
Mörk PSG: Mikkel Hansen 9, Luka Karabatic 6, Benoit Koukkoud 4, Dylan Nahi 4, Mathieu Grebille 2, Henrik Toft Hansen 2, Nedim Remili 2, Elohim Prandi 2, Denis Kristopans 1, Ferran Sole Sala 1.

Staðan:
Vive Kielce 9(6), Flensburg 9(6), Meshkov Brest 7(6), Porto 6(7), PSG 4(5), Vardar 3(3), Elverum 2(4), Szeged 0(3).

B-riðill:

Aalborg – Veszprém 27:33 (18:16)
Mörk Aalborg Håndbold: Henril Möllegaard 6, Lukas Sandell 4, Felix Claar 3, Nikolaj Christensen 3, Mark Marcher 3, Rene Antonsen 2, Magnus Saugstrup 2, Joans Samuelsson 2, Buster Juul-Lassen 1, Sebastia Barthold 1.
Mörk Veszprém: Petar Nenadic 6, Yahia Fathy Omar 6, Rasmus Lauge 5, Andreas Nilsson 4, Gasper Marguc 3, Kent Robin Tönnesen 3, Dejan Manaskov 3, Vuko Borozan 1, Rogerio Moraes Ferreira 1.

Zagreb – Motor 23:24 (13:13)
Mörk Zagreb: David Mandic 6, Vlado Matanovic 3, Ivan Laljek 3, Senjamin Buric 2 (já, maðurinn heitir Senjamin), Mario Vuglac 2, Luka Mrakovcic 2, Matej Hrstic 2, Josip Bozic-Pavletic 1, Nemanja Obradovic 1, Nikola Grahovac 1,
Mörk Motor: Barys Pukhouski 5, Aidenas Malasinkas 5, Milos Orbovic 4, Dmytro Horha 4, Zakhar Denysov 2, Artem Kozakevych 2, Iurii Kubatko 1, Oleksandt Kasai 1.

Staðan:
Veszprém 11(6), Barcelona 10(5), Aalborg 8(7), Kiel 7(5), Motor 4(5), Nantes 2(4), Celje 2(6), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -