- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðja tap Selfoss í röð

Gróttumenn höfðu ástæðu til að stíga sigursdans í kvöld eins og þeir gerðu eftir leikinn við Fram á dögunum. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Selfoss tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið tók á móti baráttuglöðum Gróttumönnum í Hleðsluhöllinni. Grótta var með tögl og hagldir í leiknum nánast frá upphafi til enda og vann sinn annan leik í röð og aftur verðskuldað, 26:20, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.


Stefán Huldar Stefánsson átti enn einn stórleikinn í marki Gróttu. Hann varði 18 skot sem lagði sig út á 47% hlutfallsmarkvörslu. Fleiri leikmenn Gróttu lögðu sitt af mörkum. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk, skapaði fimm marktækifæri, var með átta stopp í vörninni, stal boltanum einu sinni og varði eitt skot í vörninni. Daníel Örn Griffin átti einnig afar góðan leik með sjö mörk í tíu skotum, lagði grunn að fjórum mörkum og var einnig umsvifamikill í vörninni. Fleiri leikmenn Gróttu lögðu svo sannarlega í púkkið og niðurstaðan var því sanngjarn sigur eins og áður sagði.


Gróttumenn hafa þar með mjakað sér frá botnliðunum tveimur Þór og ÍR. Þeir hafa níu stig eftir 11 leiki og eru aðeins stigi á eftir Fram en fimm stigum á undan Þór sem er í næst neðsta sæti.


Sem fyrr segir þá var þetta þriðja tap Selfoss í röð eftir þrjá sigurleiki þar á undan. Annan leikinn í röð skorar Selfoss-liðið aðeins 20 mörk. Sú staðreynd hlýtur að vera umhugsunarefni.

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, fagnar fyrir miðri mynd. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 6, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Ragnar Jóhannsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14, 35%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 8, Daníel Örn Griffin 7, Gunnar Dan Hlynsson 4, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 2, Andri Þór Helgason 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 18, 47,4%.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -