Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í One Veszprém tapaði með eins marks mun á heimavelli fyrir þýska meistaraliðinu Füchse Berlin, 32:31, á heimavelli í sjöttu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Þetta þriðja tap ungverska meistaraliðsins í sex viðureignum í deildarkeppninni. Á síðustu leiktíð tapaði One Veszprém aðeins einu leik í riðlakeppninni. Það nægði þó ekki til þess að komast í úrslitahelgi Meistaradeildar.
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir One Veszprém. Eitt markanna skoraði Bjarki Már úr vítakasti. Ahmed Adel Mesilhy var markahæstur með sex mörk og Amed Moham var næstu með fjögur mörk ásamt Nedim Remili og Yanis Lenne.
Hákun West af Teigum var markahæstur hjá Berlínarliðinu með sjö mrök. Mathias Gidsel skoraði sex mörk átti fjórar stoðsendingar. Füchse Berlin er efst í A-riðli með 12 stig.

Wiede var borinn af leikvelli
Füchse Berlin varð fyrir áfalli í leiknum þegar þýski landsliðsmaðurinn Fabian Wiede meiddist á hægra hné eftir 11 mínútur. Hann var borinn af leikvelli. Ekki hefur verið staðfest hvað kom fyrir en óttast er að meiðsli séu alvarleg.
Áfram tapar Dinamo
Í hinni viðureign kvöldsins í A-riðli lagði Industria Kielce frá Póllandi rúmensku meistarana Dinamo Búkarest, 28:24, í Búkarest. Artsem Karalek skoraði níu mörk fyrir Kielce. Toma Pelayo var markahæstur hjá Dinamo með fimm mörk.




