- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji leikurinn á sex dögum

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen töpuðu í gærkvöld fyrir Pfadi Winterthur með sjö marka mun, 32:25, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Winterthur og voru heimamenn tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.

Þetta var þriðji leikur Kadetten á sex dögum eftir að leikmenn höfðu verið úr leik í rúman mánuð vegna kórónuveirunnar sem stakk sér niður af krafti í herbúðir liðsins í síðari hluta nóvember eftir að liðið fór til Norður-Makedóníu í keppnisferð. Nokkrir leikmenn liðsins veiktust illa og hafa verið lengi að ná sér og sumir ekki enn komnir til fullrar heilsu. Setur það mark sitt á liðið eins og gefur að skilja.


Með tapinu féll Kadetten af toppi deildarinnar. Liðið situr í 3. sæti með 24 stig eftir 15 leiki og á tvö leiki á Pfadi Winterthur sem tók við efsta sætinu eftir sigurin í gærkvöld. Pfadi Winterthur hefur 26 stig að loknum 17 leikjum. HC Kriens er í öðru sæti með 25 stig og á 16 leiki að baki. St Gallen er í fjórða sæti með 24 stig eftir 17 leiki. Suhr Aarau er loks í fimmta sæti mð 21 stig og hefur lokið 16 leikjum.
Önnur lið er nokkuð á eftir efstu liðunum fimm en alls eru 10 lið í svissnesku úrvalsdeildinni.
Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni til 30. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -